Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Framkvæmdir við 3ja milljarða króna fiskeldisstöð að hefjast á Reykjanesi
Fimmtudagur 2. febrúar 2012 kl. 11:09

Framkvæmdir við 3ja milljarða króna fiskeldisstöð að hefjast á Reykjanesi

Fyrsta skóflustungan að nýrri fiskeldisstöð við hlið Reykjanesvirkjunar verður tekin um miðjan mánuðinn. Framkvæmdir við stöðina kosta um 3 milljarða króna en gert er ráð fyrir að fyrsti áfangi stöðvarinnar verði tilbúinn í haust. Í stöðinni verður ræktuð senegalflúra á vegum fyrirtækisins Stolt Sea Farm

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Nú er unnið að frágangi byggingarnefndarteikninga og allar skipulagssamþykktir liggja fyrir. Samkvæmt samkomulagi við HS Orku þarf fyrsti áfangi stöðvarinnar að fara í gang í ágúst nk. þannig að menn þurfa og ælta að láta hendur standa fram úr ermum.

Umtalsverðar bygginga- og vegaframkvæmdir verða á svæðinu vegna byggingar fiskeldisstöðvarinnar og verkefnið talið góð innspýting í atvinnulífið á Suðurnesjum.

Árni Sigfússon, bæjarstjóri í Reykjanesbæ segir samstarf bæjarins, Stolt Sea Farms og HS Orku með miklum ágætum.