Framkvæmdir í Sandgerði
Það er næstum því sama hvar maður er staddur í Sandgerði þessa dagana, alls staðar er verið að smíða, breyta og laga stórar sem smáar byggingar. Nýi miðbæjarkjarninn rís hratt úr jörð, grunnskólinn og íþróttahúsið er í höndum ótal iðnaðarmanna sem eru að rífa gamalt og setja nýtt, mála byggingarnar og laga umhverfið og Samkomuhúsið er líka í algjörri endurnýjun. Óneitanlega setur þetta mikinn svip á bæinn, gerir hann líflegri og glaðlegri.
Fasteignafélagið Fasteign, sem nú á bæði skólann og Samkomuhúsið, stendur að þessum endurbótum og á þeim flestum að ljúka fyrir haustið.
Það er Hagtré í Sandgerði sem sér um verkið fyrir Fasteignafélagið. Búið er að rífa gamla 35 m2 byggingu sem var aftan við Samkomuhúsið og 117 m2 nýbygging sett þar í staðinn. Skipt verður um alla glugga og hurðir, sviðið fjarlægt og lítið, laust svið sett í staðinn sem hægt er að færa til eftir þörfum. Bílaplan verður malbikað og tekið í gegn, bæði fyrir framan og aftan húsið og komið verður upp aðkomu fyrir fatlaða að norðanverðu. Engar útlitsbreytingar verða gerðar á húsinu en húsið fært í upprunalegt útlit. Nýtt eldhús fer í nýbygginguna sem er bakatil, salernin verða stækkuð og þeim breytt og settur verður bar í húsið. Að utan verður það steinað eins og það var upprunalega og búið er að fjarlægja málningu sem sett hafði verið utan á húsið.
Í íþróttahúsi grunnskólans voru Hagtrésmenn að vinna við að setja hljóðdempun í salinn svo húsið fái betri hljómburð og minna bergmál. Einnig skipt um gólfefni í íþróttasalnum.
HV
Tekið af vef Sandgerðisbæjar
Fasteignafélagið Fasteign, sem nú á bæði skólann og Samkomuhúsið, stendur að þessum endurbótum og á þeim flestum að ljúka fyrir haustið.
Það er Hagtré í Sandgerði sem sér um verkið fyrir Fasteignafélagið. Búið er að rífa gamla 35 m2 byggingu sem var aftan við Samkomuhúsið og 117 m2 nýbygging sett þar í staðinn. Skipt verður um alla glugga og hurðir, sviðið fjarlægt og lítið, laust svið sett í staðinn sem hægt er að færa til eftir þörfum. Bílaplan verður malbikað og tekið í gegn, bæði fyrir framan og aftan húsið og komið verður upp aðkomu fyrir fatlaða að norðanverðu. Engar útlitsbreytingar verða gerðar á húsinu en húsið fært í upprunalegt útlit. Nýtt eldhús fer í nýbygginguna sem er bakatil, salernin verða stækkuð og þeim breytt og settur verður bar í húsið. Að utan verður það steinað eins og það var upprunalega og búið er að fjarlægja málningu sem sett hafði verið utan á húsið.
Í íþróttahúsi grunnskólans voru Hagtrésmenn að vinna við að setja hljóðdempun í salinn svo húsið fái betri hljómburð og minna bergmál. Einnig skipt um gólfefni í íþróttasalnum.
HV
Tekið af vef Sandgerðisbæjar