Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Framkvæmdir í Reykjanesbæ í hagstæðri tíð
Starfsmenn ÍAV við steypuvinnu á Nesvöllum í vikunni.
Miðvikudagur 9. janúar 2013 kl. 17:06

Framkvæmdir í Reykjanesbæ í hagstæðri tíð

Vinna við uppsteypu og annan áfanga framkvæmda við hjúkrunarheimilið á Nesvöllum í Reykjanesbæ er í fullum gangi. Unnið var við steypuvinnu í góðviðrinu síðustu daga. 

Hagstæð tíð síðustu daga hefur verið góð fyrir stærri framkvæmdir en það eru ekki margar slíkar í gangi á Suðurnesjum. Stórvirkar vinnuvélar voru við stórhýsið við Krossmóa í vikunni en vinna við bílastæði vegna flutnings Landsbanka í húsið, hefur staðið yfir að undanförnum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Á Nesvöllum er ÍAV hf verktaki annars áfanga, sem felst í að steypa upp þrjár hæðir og ganga frá húsinu að utan, með gluggum, klæðningu og þakfrágangi. Gert er ráð fyrir að vinnu við þennan áfanga verkefnisins verði lokið haustið 2013. Ef aðstæður í veðurfari yfir vetrarmánuði hamla ekki framkvæmdum, er gert ráð fyrir að steypuvinnu verði að mestu lokið á vormánuðum, en þá taki við klæðning hússins að utan.

Næsta útboðsverk er við frágang hússins að innan, en í því felst fullnaðarfrágangur á gólfum, veggjum, loftum, lögnum, kerfum og innréttingum. Stefnt er að því að útboð þessa áfanga fari fram í febrúar næstkomandi.

Í hjúkrunarheimilinu verða sex litlar einingar með 10 hjúkrunarrýmum, hver eining með sinni setustofu, eldhúsi, þvottahúsi og borðstofu. Samtals verður því aðstaða fyrir 60 einstaklinga, en gert er ráð fyrir að hægt verði að stækka það um 20 rými til viðbótar með því að bæta fjórðu hæðinni ofan  á núverandi hús.