Framkvæmdir hefjast við B-sal
Nú stendur til að hefja framkvæmdir við B-sal í íþróttahúsinu við Sunnubraut. Bæjarstjórn hefur samþykkt að taka tilboði lægstbjóðanda, en það kom frá Húsagerðinni ehf. sem bauð rúmar 24 milljónir í verkið, sem er 105% af kostnaðaráætlun hönnuða.
Húsagerðin var einnig með lægsta tilboð í gerð dæluhúss við Eyjavelli. Tilboðið hljóðaði upp á tæpar 7 milljónir króna sem er 76,8% af kostnaðaráætlun.
Húsagerðin var einnig með lægsta tilboð í gerð dæluhúss við Eyjavelli. Tilboðið hljóðaði upp á tæpar 7 milljónir króna sem er 76,8% af kostnaðaráætlun.