Framkvæmdir hafnar við tvöföldun
 Fyrsta skóflustungan að áframhaldandi tvöföldun Reykjanesbrautar var tekin í gær, sunnudag, rétt innan við gatnamót Grindavíkurvegar.
Fyrsta skóflustungan að áframhaldandi tvöföldun Reykjanesbrautar var tekin í gær, sunnudag, rétt innan við gatnamót Grindavíkurvegar.
Framkvæmdir verða senn komnar á fullt, en Jarðvélar sjá um vinnsluna. Tilboð þeirra í verkið hljóðaði upp á 1.175 milljónir, eða um 75% af áætluðum kostnaði.
Verklok eru áætluð í síðasta lagi þann 1. júní 2008.



 
						 
						 
						 
						 
						 
						

 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				 
				