Framkvæmdir hafnar við Reykjanesvirkjun
Í dag var fyrsta hraunhellan fjarlægð af þeim stað þar sem Reykjanesvirkjun mun rísa. Þetta var gert við hátíðlega athöfn út á Reykjanesi. Það eru verktakarnir Eykt sem munu sjá um framkvæmd verksins en heildarkostnaður virkjanaframkvæmdanna er um 10 milljarðar króna. Verktími virkjunarinnar er mjög knappur en samkvæmt orkusölusamningum verður verksmiðjan gangsett 1. maí árið 2006. Heildar raforkuframleiðsla virkjunarinnar verður 100 megawött. Að sögn forstjóra Hitaveitu Suðurnesja, Júlíusar Jónssonar, munu á bilinu 100-200 manns starfa á svæðinu stóran hluta framkvæmdatímans. Hann telur það einnig öruggt að heimamenn munu koma talsvert að verkinu, bæði hvað varðar þjónustu og verkefni tengd byggingunni.
Árni Sigfússon, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, hefur uppi hugmyndir um að byggja útsýnisskála hjá Reykjanesvita svo að fólk geti komið og fylgst með framkvæmdum á svæðinu. Einnig sagði hann í samtali við Víkurfréttir að hann gæti vel hugsað sér að koma af stað „river rafting“ í þeirri á sem skapast vegna útrennslis frá verksmiðjunni. „Ætli maður verði ekki síðan fyrstur niður,“ sagði Árni og hló.
Árni Sigfússon, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, hefur uppi hugmyndir um að byggja útsýnisskála hjá Reykjanesvita svo að fólk geti komið og fylgst með framkvæmdum á svæðinu. Einnig sagði hann í samtali við Víkurfréttir að hann gæti vel hugsað sér að koma af stað „river rafting“ í þeirri á sem skapast vegna útrennslis frá verksmiðjunni. „Ætli maður verði ekki síðan fyrstur niður,“ sagði Árni og hló.