Framkvæmdir hafnar við nýtt hringtorg
Framkvæmdir eru hafnar við hringtorg á mótum Hringbrautar og Flugvallarvegar í Reykjanesbæ. Umferð um gatnamótin er lokuð upp frá Njarðarbraut/Hafnargötu, en er beint um hjáleið frá Frekjunni yfir á Hringbraut.
Nokkuð víst er að um töluverða bragarbót verður að ræða því biðraðir vildu oft myndast við þessi gatnamót. Frekari umbætur á Hringbrautinni eru á döfinni, en þar á meðal má nefna fjölgun umferðarljósa.
Verklok við hringtorgið eru áætluð í lok ágústmánaðar að sögn Jónu Hrefnu Bergsteinsdóttur, fulltrúa hjá umhverfis- og skipulagssviði Reykjanesbæjar.
Myndir: 1:VF-mynd/Þorgils 2: Loftmynd/Oddgeir