Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Framkvæmdir hafnar við nýja stúku
Þriðjudagur 21. apríl 2009 kl. 08:39

Framkvæmdir hafnar við nýja stúku


Framkvæmdir eru hafnar við nýja stúku sem byggja á við knattspyrnuvöllinn í Sandgerði.  Um veglegt mannvirki er að ræða og mun bæjarfélagið verja 45 milljónum króna í framkvæmdina. Minnihlutinn í bæjarstjórn gagnrýndi á dögunum að þessum fjármunum væri ekki nema að hluta varið til atvinnuuppbyggingar í bæjarfélaginu. Gagnrýnin beindist m.a. að því að stúkan yrði reist með forsteyptum einingum sem kæmu annars staðar frá.

Sigurður Valur Ásbjarnarson, bæjarstjóri í Sandgerði, segir að samið hafi verið við heimamenn um verkefnið eins og upphaflega stóð til. Hins vegar haft þurft að leita út fyrir sveitarfélagið með aðföng og þjónustu sem ekki sé fáanleg þar. Undir það falli forsteyptu einingarnar auk sérfræðiþjónusta á sviði arkitekta og verkfræðinga.

Nýja stúkan mun taka 350 manns í sæti. Auk hennar hefur verið ráðist í verulegar endurbætur á íþróttasvæði bæjarfélagsins.

Þessar fréttir og aðrar frá Sandgerði verða í Víkurfréttum á morgun.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024