Framkvæmdir hafnar við naust Íslendings
Framkvæmdir eru nú hafnar við naust Íslendings í Víkingaheimum í Reykjanesbæ.
Byggingafyrirtækið Spöng sér um verkið, en kostnaðaráætlun hljóðar upp á 240 milljónir króna. Húsnæðið, þar sem víkingaskipið Íslendingur verður til sýnis, ásamt munum frá sýningu Smithsoninan safnsins, verður um 960 fermetrar að flatarmáli og er gert ráð fyrir að húsið opni fyrir almenning um mitt sumar 2008.
VF-mynd/Þorgils
Byggingafyrirtækið Spöng sér um verkið, en kostnaðaráætlun hljóðar upp á 240 milljónir króna. Húsnæðið, þar sem víkingaskipið Íslendingur verður til sýnis, ásamt munum frá sýningu Smithsoninan safnsins, verður um 960 fermetrar að flatarmáli og er gert ráð fyrir að húsið opni fyrir almenning um mitt sumar 2008.
VF-mynd/Þorgils