Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Framkvæmdir hafnar við Bláa Lónið
Föstudagur 27. janúar 2006 kl. 09:52

Framkvæmdir hafnar við Bláa Lónið

Framkvæmdir eru hafnar Bláa Lónið-Heilsulind en um er að ræða stækkun og endurhönnun á búnings- og baðaðstöðu lónsins þar sem gert er ráð fyrir að gestir fái aukið rými. Alls verður húsnæðið stækkað um 300 fermetra, eða tvöfaldað frá því sem nú er.

Þá verða gerðar breytingar á núverandi veitingasal og nýr og glæsilegur 250 manna salur tekinn í notkun auk þess sem verslun og aðstaða starfsmanna verður stóraukin.

Gestir Heilsulindarinnar munu ekki verða áþreifanlega varir við breytingarnar um sinn. Framkvæmdirnar fara nú að mestu fram bakvið núverandi húsnæði, en þó hefur innisundlauginni og Hellinum vinsæla verið lokað um stundarsakir.

Áætluð verklok eru vorið 2007 og er áætlaður kostnaður við framkvæmdirnar 800 milljónir.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024