Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Framkvæmdir hafnar á undan umhverfismati?
Þriðjudagur 6. nóvember 2007 kl. 09:38

Framkvæmdir hafnar á undan umhverfismati?

Umhverfisstofnun telur aðfinnsluvert að undirbúningsframkvæmdir við kísilmálverksmiðju í Helguvík séu hafnar áður en mat á umhverfisáhrifum framkvæmdarinnar er lokið.
Í tillögu að matsáætlun kemur fram að tiltekin lóð í Helguvík hafi nýlega verið undirbúin fyrir verksmiðjuna og hráefnisgeymslur. Búið sé að sprengja burt klöpp til að slétta lóðina og undirbúa hana fyrir verksmiðjubygginguna. Það finnst UST aðfinnsluvert þar sem umhverfismati er ekki lokið, að því er kemur fram í umsögn stofnunarinnar.


Mynd: Horft yfir Helguvík. Ljósm: Oddgeir Karlsson.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024