Framkvæmdir hafnar á Nikkelsvæði
Framkvæmdir eru komnar vel á veg við æfingasvæði knattspyrnudeild UMFN á Nikkel-svæðinu. Verið er að undirbúa jarðveginn fyrir grasið á þessum fyrsta áfanga nýs íþróttasvæðis í Reykjanesbæ.
Um er að ræða gríðarlega mikla framkvæmd á svæði sem er 26 hektarar að stærð, elítið stærra en íþróttasvæðið í Laugardal í Reykjavík. Á svæðinu verður æfinga og keppnisaðstaða knattspyrnudeilda Keflavíkur og UMFN, en fyrsti áfanginn, áðurnefnt æfingasvæði UMFN, verður tekið í gagnið strax í sumar.
Þá verður frjálsíþróttasvæði, körfuknattleiksvellir, og ýmiskonar félagsaðstaða sem tengist íþróttum auk þess sem langir göngu- og hjólreiðastígar liggja um allt.
Stærsta byltingin verður þó án efa stórglæsilegur knattspyrnuleikvangur sem mun verða samkvæmt stöðlum fyrir Evrópukeppnir. Völlurinn verður niðurgrafinn og stúkur sitthvorumegin.
VF-mynd/Þorgils
Um er að ræða gríðarlega mikla framkvæmd á svæði sem er 26 hektarar að stærð, elítið stærra en íþróttasvæðið í Laugardal í Reykjavík. Á svæðinu verður æfinga og keppnisaðstaða knattspyrnudeilda Keflavíkur og UMFN, en fyrsti áfanginn, áðurnefnt æfingasvæði UMFN, verður tekið í gagnið strax í sumar.
Þá verður frjálsíþróttasvæði, körfuknattleiksvellir, og ýmiskonar félagsaðstaða sem tengist íþróttum auk þess sem langir göngu- og hjólreiðastígar liggja um allt.
Stærsta byltingin verður þó án efa stórglæsilegur knattspyrnuleikvangur sem mun verða samkvæmt stöðlum fyrir Evrópukeppnir. Völlurinn verður niðurgrafinn og stúkur sitthvorumegin.
VF-mynd/Þorgils