Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Framkvæmdir fyrirhugaðar við sjóvarnir í Vogum
Þriðjudagur 26. apríl 2016 kl. 10:27

Framkvæmdir fyrirhugaðar við sjóvarnir í Vogum

Vegagerðin hefur kynnt umhverfis- og skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga áform um framkvæmdir við sjóvarnir í sveitarfélaginu. Um er að ræða sjóvarnir á tveimur stöðum, um 200 metra sjóvörn við Breiðagerðisvík og norðan Marargötu þar sem ráðist verður í hækkun og styrkingu sjóvarnar á um 180 metra kafla.

Fyrirhugaðar sjóvarnir samræmast aðalskipulagi sveitarfélagsins. Ekki er í gildi deiliskipulag við Breiðagerðisvík og sjóvarnir norðan Marargötu samræmast deiliskipulagi svæðisins.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024