Framkvæmdir að hefjast í Helguvík
Fyrirtækið Íslandsolía ehf. mun hefja framkvæmdir við eldsneytisbirgðastöð í Helguvík þann 11. apríl næstkomandi. Hafnarstjórn hefur samþykkt að úthluta Íslandsolíu 13.328 fermetra lóð nr. 16 við Hólmbergsbraut í Helguvík með þeim skilyrðum að jarðvergsframkvæmdir verði hafnar innan þriggja mánaða og lokið innan sex mánaða.Lóðarsamningur verður gerður þegar byggingarframkvæmdir hefjast en Hafnarsamlagið mun afturkalla lóðarúthlutunina ef tímamörk eru ekki virt. Hafnarstjórn samþykkti jafnframt að fella úr gildi fyrri samþykkt þar sem Íslandsolíu var veitt stöðuleyfi fyrir þrjá olíutanka vestan við viðlegukantinn í Helguvík. Frá vef Reykjanesbæjar.