Fimmtudagur 8. ágúst 2013 kl. 12:40
Framkvæmdir á Reykjanesbraut við Voga
Vegna vinnu við vegfláa á Reykjanesbraut, fyrir sunnan Vogagatnamót, verður vinstri akrein á leið til Reykjavíkur lokuð næstu daga. Hraði á vinnusvæðinu er tekinn niður í 50 km á klst. og eru vegfarendur beðnir að sýna aðgát og virða merkingar.