Þriðjudagur 27. ágúst 2013 kl. 14:13
Framkvæmdir á Reykjanesbraut í Hvassahrauni
Vegna vinnu við vegfláa á Reykjanesbraut í Hvassahrauni verður vinstri akrein á leið til Reykjavíkur lokuð í dag.
Vinnusvæðið er tekið niður í 50 km á klst. og eru vegfarendur beðnir að sýna aðgát og virða merkingar.