Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Framkvæmdir á Grindavíkurvegi geta hafist í haust
Mánudagur 30. apríl 2018 kl. 12:59

Framkvæmdir á Grindavíkurvegi geta hafist í haust

Fulltrúar Grindavíkurbæjar áttu fund með Vegagerðinni í síðustu viku um stöðu mála varðandi Grindavíkurveg. Þetta kemur fram á heimasíðu Grindavíkurlistans. 200 milljónum hefur verið ráðstafað í vegaframkvæmdir á Grindavíkurvegi en bæjarvöld í Grindavík hafa þrýst mikið á að akstursstefnur verði aðskildar.

Á fundinum með Vegagerðinni kom fram að hún hefur þegar sent út boð á verkfræðistofur um að vera með í hönnun á framkvæmdinni. Framkvæmdir við fyrsta áfanga vegarins ættu að geta hafist í haust ef allt gengur eftir, þá verður farið í fyrsta áfanga sem er veghlutinn milli Seltjarnar og Bláa Lóns afleggjara. Á þessum vegkafla verður ekki 2+1 alla leið, heldur vegrið og verður tvöfaldur kafli að hluta til hvora leið svo hægt verði að taka fram úr.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024