Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Framkvæmdir á Grænuborgarsvæðinu hefjast að nýju
Laugardagur 9. febrúar 2019 kl. 06:11

Framkvæmdir á Grænuborgarsvæðinu hefjast að nýju

Síðla árs 2017 urðu eigendaskipti á því landsvæði í Vogum sem kennt hefur verið við Grænuborg, svæði sem er rétt norðan við íþróttasvæðið og Norður-Voga. Þar var á sínum tíma hafist handa við undirbúning gatnagerðar, þar sem rísa átti myndarleg íbúðabyggð. Þau áform fóru í biðstöðu, og síðan þá hefur svæðið staðið óbreytt. 
 
Nýir eigendur hafa í hyggju að ráðast í myndarlega uppbyggingu á þessu svæði á næstu 10 árum. Á síðasta ári var ráðist í breytingu á gildandi deiliskipulagi fyrir svæðið. Tillagan fór því næst í hefðbundið umsagnarferli. Að loknu umsagnarferlinu og að teknu tilliti til ýmissa athugasemda sem fram komu var endurskoðuð deiliskipulagstillaga síðan samþykkt og í kjölfarið staðfest af Skipulagsstofnun.
 
„Deiliskipulagið hefur nú verið birt í Stjórnartíðindum og þar með öðlast gildi. Það hillir því undir að framkvæmdir á Grænuborgarsvæðinu hefjist að nýju eftir langt hlé,“ segir Ásgeir Eiríksson, bæjarstjóri í Vogum í vikulegum pistli sem hann sendir frá sér.
 
Á vefsíðunni www.graenabyggd.is má sjá upplýsingar um uppbyggingaverkefnið. Þaðan er einnig myndin með fréttinni. 
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024