Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Framkvæmdastjóri NATO skoðaði aðstæður á Keflavíkurflugvelli
Miðvikudagur 6. maí 2015 kl. 07:14

Framkvæmdastjóri NATO skoðaði aðstæður á Keflavíkurflugvelli

Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, kom í Íslandsheimsókn nýlega og lenti með  fylgdarliði sínu með flugvél belgíska flughersins á Keflavíkurflugvelli sl. fimmtudag. Hans fyrsta verk var að kynna sér varnartengd verkefni Landhelgisgæslu Íslands á Öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli og loftrýmisgæslu Bandaríkjanna, sem fram fer nú um stundir undir merkjum Atlantshafsbandalagsins.  

Georg Kristinn Lárusson forstjóri Landhelgisgæslunnar ásamt starfsmönnum Landhelgisgæslunnar tók á móti framkvæmdastjóranum og fór með hann og hans fylgdarlið um Öryggissvæðið þar sem öll helstu verkefni voru kynnt, þar með talið dagleg framkvæmd verkefna sem þar fer fram í samvinnu við stofnanir bandalagsins.  

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Heimsókn sem þessi er mikilvæg í þeim tilgangi að sýna yfirmönnum Atlantshafsbandalagsins hvernig dagleg framkvæmd öryggis- og varnartengdra verkefna fer fram á Íslandi en fjöldi mannvirkja og búnaðar á Öryggissvæðunum eru á eignalista bandalagsins og hefur bandalagið styrkt framkvæmdir við viðhald og rekstur þeirra. Heimsókn framkvæmdastjórans til Landhelgisgæslunnar endaði í stjórnstöð NATO á Íslandi. Þar sér Landhelgisgæslan um framkvæmd samþætts loftrýmiseftirlits og loftrýmisgæslu í samvinnu við þær þjóðir sem eru hér á landi á hverjum tíma og aðgerðarstjórnstöð NATO (Combined Air Operations Center) í Uedem í Þýskalandi en stjórnstöðin hér á landi er auk þess tengd stjórnstöðvum NATO í Norður Ameríku, Noregi, Danmörku og Bretlandi.

Georg Kristinn Lárusson forstjóri Landhelgisgæslunnar og Jón B. Guðnason yfirmaður starfsemi Landhelgisgæslunnar í Keflavík tóku á móti Stoltenberg í flugskýli Landhelgisgæslunnar og NATO á Öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli. Hér heilsar Jón Stoltenberg.



Tekið var á móti gestunum í flugskýli Landhelgisgæslunnar og NATO á Öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli.



Framkvæmdastjórinn og fylgdarlið kynntu sér loftrýmisgæslu Bandaríkjanna sem fram fer nú á starfssvæði Landhelgisgæslunnar undir merkjum Atlantshafsbandalagsins.



Í stjórnstöð Landhelgisgæslunnar og NATO þar sem nú eru einnig Bandaríkjamenn vegna loftrýmisgæslu Atlantshafsbandalagsins.

Jón, Stoltenberg og Georg.