Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Framkvæmdaleyfi ógilt vegna Suðurnesjalínu 2
Mánudagur 25. júlí 2016 kl. 11:52

Framkvæmdaleyfi ógilt vegna Suðurnesjalínu 2

Landsnet íhugar áfrýjun dómsins

Héraðsdómur Reykjaness hefur fellt úr gildi framkvæmdaleyfi sem sveitarfélagið Vogar gaf út til Landsnets vegna Suðurnesjalínu 2. Landsneti bar að setja framkvæmdaáætlanir í umhverfismat og kynna stjórnvöldum og almenningi. Það var ekki gert og því er framkvæmdaleyfið ógilt. RÚV greindi frá málinu í fréttum í gær.

Talsvert hefur verið deilt um hvort Suðurnesjalína 2 muni liggja í jörðu eða ekki. Línan á að vera lögð frá Hafnarfirði um sveitarfélagið Voga að tengivirki norðan við Svartsengi. Vogar gáfu út framkvæmdaleyfi í fyrra en framkvæmdir eru ekki enn hafnar. Undirbúningur hefur staðið yfir um árabil og áformin ítrekað farið fyrir dómstóla.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Á vef Landsnets segir að Í dómnum sé tekist á um skilyrði fyrir útgáfu framkvæmdaleyfa í lok lögbundinna ferla sem staðið hafa yfir um árabil. Forsendur dómsins hafi komið Landsneti á óvart. Verið sé að fara yfir dóminn og meta hvort ástæða sé til áfrýjunar til Hæstaréttar. Dómurinn hefur ekki áhrif á vinnu við Suðurnesjalínu 2 þar sem framkvæmdir hafa nú þegar verið settar á bið.