Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Framkvæmdaleyfi fyrir hjólreiðastíg á Vatnsleysuströnd verði veitt
Föstudagur 27. nóvember 2020 kl. 07:26

Framkvæmdaleyfi fyrir hjólreiðastíg á Vatnsleysuströnd verði veitt

Framkvæmdaleyfi Sveitarfélagsins Voga til gerðar göngu- og hjólastígs meðfram Vatnsleysustrandarvegi, frá gatnamótum Vogavegar að afleggjara að Austurkoti hefur verið samþykkt í Skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga.

Framkvæmdin er í samræmi við aðalskipulag sveitarfélagsins og hefur verið kynnt eigendum þeirra jarðeigna sem stígurinn liggur um og liggur samþykki þeirra fyrir framkvæmdinni. Leitað var umsagna um hana til Umhverfisstofnunar, Minjastofnunar og Vegagerðarinnar. Skipulagsnefnd telur að ekki sé þörf sérstakrar grenndarkynningar þar sem framkvæmdin hefur þegar verið kynnt og leitað umsagna um hana. Skipulagsnefnd samþykkti á síðasta fundi sínum að leggja til við bæjarstjórn að framkvæmdaleyfi verði veitt.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024