Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Framkvæmdahugur í Grindvíkingum
Þriðjudagur 24. maí 2005 kl. 02:35

Framkvæmdahugur í Grindvíkingum

Gríðarmiklar framkvæmdir standa nú yfir í Grindavík á flestum sviðum.  Það er nánast sama hvert litið er, það er annað hvort verið að grafa skurði, reisa hús eða breyta götum. Einnig eru miklar framkvæmdir við Grindavíkurhöfn núna og dugar ekkert minna en 2 dýpkunarfyrirtæki til að keyra verkin áfram.

 Dýpkunarfyrirtækið Sæþór er nú að grafa innan hafnar þar sem fyrirhugað er að setja niður stálþil fyrir framan Vísir hf. Pétur mikli sér um að flytja allt efnið sem grafið er upp út fyrir höfnina og má hann hafa sig allan við til að hafa undan. Rétt við hliðina er svo Hagtak hf. að sprengja og grafa fyrir stálþili sem mun verða rekið niður innan skamms og verður þá hægt að hefjast handa við að rífa gömlu bryggjuna.  Mun þá Fiskimjöl og lýsi fá nýja bryggju undir sína starfsemi fyrir landanir og útskipun. 

Einnig verður meira dýpi við viðlegukantinn þannig að flest skip geta nú landað í Grindavík.  Það er greinilega vertíð hjá gröfueigendum og verktökum í Grindavík þessi misserin og vonandi endist það sem lengst.

Texti og mynd: Þorsteinn G. Kristjánsson

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024