Framkvæmdaaukning úr 6 í 22 milljarða á þremur árum
Framvæmdir í Reykjanesbæ hafa aukist í 22 milljarða úr rúmlega 6 milljörðum frá árinu 2004. Þetta kom fram á Framkvæmdaþingi Reykjanesbæjar, sem fram fór á veitingahúsinu Ránni í gær. Inn í þessum tölum eru framkvæmdir Hitaveitu Suðurnesja á svæðinu og framkvæmdir við Flugstöðina.
Af þessum 22 milljörðum eru helstu verktakar á svæðinu að framkvæma fyrir tæpa 12 milljarða. Gríðarleg uppbygging stendur nú yfir á svæðinu og eins og greint hefur verið frá áður er ásókn í byggingalóðir mjög mikil og virðist ekkert vera á undanhaldi. Kom fram á fundinum að reikna mætti með að á næstu 7-10 árum rísi ný 8000 manna byggð á svæðinu.
Á framkvæmdaþinginu var farið yfir allar helstu framkvæmdir sem standa yfir og eru framundan, bæði af hálfu einkafyrirtækja og stofnanna.
Af þessum 22 milljörðum eru helstu verktakar á svæðinu að framkvæma fyrir tæpa 12 milljarða. Gríðarleg uppbygging stendur nú yfir á svæðinu og eins og greint hefur verið frá áður er ásókn í byggingalóðir mjög mikil og virðist ekkert vera á undanhaldi. Kom fram á fundinum að reikna mætti með að á næstu 7-10 árum rísi ný 8000 manna byggð á svæðinu.
Á framkvæmdaþinginu var farið yfir allar helstu framkvæmdir sem standa yfir og eru framundan, bæði af hálfu einkafyrirtækja og stofnanna.