Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Fimmtudagur 6. september 2001 kl. 09:26

Framkvæmd við nýja brimvarnargarð á lokastigi

Nú eru framkvæmdir að hefjast við að keyra út brimvarnargarða við höfnina í Grindavík. Undanfarnar vikur hefur verið unnið að vegagerð ásamt undirbúningsvinnu í grjótnámu í tengslum við þessar framkvæmdir.
„Framkvæmdin er á lokastigi og ætti þá ekki að vera neitt til fyrirstöðu að byrja að keyra út. Upphaflega áttu þessar framkvæmdir að hefjast fyrr, en menn Suðurverks hf. gátu ekki hafið verkið fyrr. Vonandi verða veðurguðirnir þeim hliðhollir svo takast megi að ljúka fyrri áfanga verksins þ.e. vestari garðinum, fyrir veturinn“, segir Sverri Vilbergsson hafnarstjóri í Grindavík.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024