Framhaldsskóli í Grindavík: Ráðuneytið vill undirbúningsnefnd
Menntamálaráðuneytið er tilbúið að setja á fót nefnd til að undirbúa framhaldsskóla í Grindavík og lýsir sig tilbúið að nefna tvo fulltrúa í hana. Þetta kom fram í vikunni á fundi bæjarráðs Grindavíkur, sem fagnar þessari viðleitni ráðuneytisins.
Óskar bæjarráð eftir því að nefndin taki sem fyrst til starfa. Í fundargerð segir að Menntamálaráðuneytinu hafi formlega verið tilkynnt um það að Grindavíkurbær ætli að setja á stofn menntaskóla sem mun taka til starfa haustið 2009.
Mynd/Þorsteinn - Horft yfir Grindavík.