Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fimmtudagur 12. desember 2002 kl. 13:40

Framhald Reykjanesbrautarinnar ræðst í vetur

Vegagerðin skrifaði á þriðjudaginn undir samning við Háfell ehf., Jarðvélar sf. og Eykt ehf. um breikkun Reykjanesbrautar á kaflanum frá Hvassahrauni um Afstapahraun og Kúagerði til Strandarheiði. Um er að ræða 8,1 km langan veg og eru tvenn mislæg gatnamót á vegarkaflanum, annars vegar í Hvassahrauni og hins vegar við Vatnsleysustrandarveg. Framkvæmdum á að vera lokið ekki síðar en 1. nóvember 2004 en heildarkostnaður er áætlaður 850 milljónir, þar af er heildarfjárhæð samningsins, sem skrifað var undir á þriðjudag 615,7 milljónir.Reykjanesbrautarhópurinn var viðstaddur undirskriftina og fékk fund með samgönguráðherra eftir undirskriftina til að fá upplýsingar um framhald verksins. Sturla Böðvarsson, samgönguráðherra, segir að ákvarðanir um framhald tvöföldunar Reykjanesbrautar suður á bóginn verði teknar við gerð vegaáætlunar í vetur. Hann segir verkið vera stórt og ekki hægt að gera ráð fyrir öðru en að það taki töluverðan tíma.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024