Framfaraspor í þágu aldraðra
Eitt af stóru málunum í sérhverju sveitarfélagi er að vel sé búið að öldruðum. Þær staðreyndir liggja fyrir að á næstu árum mun öldruðum fjölga mjög hlufallslega hvað íbúatölu varðar. Við hér í Garðinum höfum haft það á okkar stefnuskrá að mæta þessum þörfum með því að hefja uppbyggingu íbúða fyrir aldraða, segir Sigurður Jónsson, sveitarstjóri, í grein til Víkurfrétta.Eins og kunnugt er starfrækja sveitarfélögin hjúkrunarheimilið Garðvang hér í Garði. Af þeirri ástæðu var talið mjög heppilegt að íbúðir aldraðra risu þar í nágrenninu. Nóg landrými er til staðar til að byggð verði upp góð og öflug þjónusta fyrir aldraða.
Veruleg uppbygging á sér stað í byggingu íbúða hjá Búmönnum en það eru kaupleiguíbúðir fyrir 50 ára og eldri. Nú þegar hafa 10 íbúðir verið teknar í notkun hér í Garði og 4 verða teknar í notkun á næsta ári. Ennfremur er hafinn undirbúningur að byggingu 6 íbúða til viðbótar.
Fimmtudagurinn 10.okt. s.l. er gleðidagur í sögu okkar Garðmanna. Á þeim degi var fyrsta skóflustungan tekin vegna byggingar 10 íbúða fyrir aldraða í nágrenni Garðvangs.
Nokkur fyrirstaða hefur verið fyrir hendi að hægt væri að hefja byggingu en nú hafa okkar nágrannasveitarfélög sýnt þá framsýni að standa ekki í vegi fyrir uppbyggingu íbúða aldraða á lóð Garðvangs hér í Garði.
Öll sveitarfélögin á Suðurnesjum þurfa að taka höndum saman og vinna að úrbótum í málefnum aldraðra.
Á fundi hreppsnefndar Gerðahrepps þann 4.sept. s.l. var eftirfarandi tillaga samþ. samhljóða”Hreppsnefnd Gerðahrepps vekur athygli á því hve þörfin er orðin mikil fyrir úrbætur í málefnum aldraðra á Suðurnesjum.Þessi mikli vandi kallar á frekari umræður meðal sveitarstjórna á Suðurnesjum til að hægt verði að vinna að úrbótum”.
Sveitarstjórnarmenn á Suðurnesum þurfa að standa saman í þessu máli því hér er verk að vinna.
Sigurður Jónsson
sveitarstjóri Garði.
Veruleg uppbygging á sér stað í byggingu íbúða hjá Búmönnum en það eru kaupleiguíbúðir fyrir 50 ára og eldri. Nú þegar hafa 10 íbúðir verið teknar í notkun hér í Garði og 4 verða teknar í notkun á næsta ári. Ennfremur er hafinn undirbúningur að byggingu 6 íbúða til viðbótar.
Fimmtudagurinn 10.okt. s.l. er gleðidagur í sögu okkar Garðmanna. Á þeim degi var fyrsta skóflustungan tekin vegna byggingar 10 íbúða fyrir aldraða í nágrenni Garðvangs.
Nokkur fyrirstaða hefur verið fyrir hendi að hægt væri að hefja byggingu en nú hafa okkar nágrannasveitarfélög sýnt þá framsýni að standa ekki í vegi fyrir uppbyggingu íbúða aldraða á lóð Garðvangs hér í Garði.
Öll sveitarfélögin á Suðurnesjum þurfa að taka höndum saman og vinna að úrbótum í málefnum aldraðra.
Á fundi hreppsnefndar Gerðahrepps þann 4.sept. s.l. var eftirfarandi tillaga samþ. samhljóða”Hreppsnefnd Gerðahrepps vekur athygli á því hve þörfin er orðin mikil fyrir úrbætur í málefnum aldraðra á Suðurnesjum.Þessi mikli vandi kallar á frekari umræður meðal sveitarstjórna á Suðurnesjum til að hægt verði að vinna að úrbótum”.
Sveitarstjórnarmenn á Suðurnesum þurfa að standa saman í þessu máli því hér er verk að vinna.
Sigurður Jónsson
sveitarstjóri Garði.