Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Framdi húsbrot með fíkniefni í nærbuxunum
Föstudagur 21. mars 2014 kl. 10:00

Framdi húsbrot með fíkniefni í nærbuxunum

– Undir miklum áhrifum fíkniefna.

Óskað var eftir aðstoð lögreglunnar á Suðurnesjum í vikunni, þar sem karlmaður hafði farið inn í bílskúr hjá óviðkomandi fólki. Þegar lögreglumenn bar að garði hafði húsráðandi stöðvað manninn og hamlaði því að hann kæmist á brott.

Maðurinn, sem er um tvítugt,  tjáði lögreglu að hann hefði farið inn í bílskúrinn til að fá sér að reykja. Hann var æstur á vettvangi og var hann handtekinn, grunaður um húsbrot. Hann var greinilega undir miklum áhrifum fíkniefna og var hann færður á lögreglustöð. Við öryggisleit á honum fundust meint fíkniefni í nærbuxum hans, svo og í úlpu sem hann var í. Hann var vistaður í klefa og viðurkenndi svo brotin við skýrslutöku. Að henni lokinni var hann látinn laus.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024