Framboðslisti Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ samþykktur
Framboðslisti Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ fyrir sveitarstjórnarkosningar þann 14. maí var samþykktur á fulltrúaráðsfundi í Innri-Njarðvík fyrr í dag. Prófkjör flokksins fór fram laugardaginn 26. febrúar þar sem ellefu frambærilegir einstaklingar gáfu kost á sér og um 1.350 manns kusu um sex efstu sætin. Það kom svo í hlut kjörnefndar að stilla upp restinni af listanum sem nú hefur verið samþykktur.
Margrét Sanders verður áfram oddviti D-listans en að öðru leyti er algjör endurnýjun í efstu sætum. Listinn er skipaður fjölbreyttum hópi einstaklinga með brennandi áhuga og metnað til að bæta samfélagið sitt. Eftir tveggja kjörtímabila veru í minnihluta er mikill hugur í sjálfstæðisfólki fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í maí og flokkurinn ætlar sér að komast aftur í meirihluta í bæjarstjórn Reykjanesbæjar.
Framboðslisti Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ fyrir sveitarstjórnarkosningarnar 14. maí nk.:
1. Margrét Sanders, bæjarfulltrúi og stjórnunarráðgjafi
2. Guðbergur Reynisson, framkvæmdastjóri
3. Helga Jóhanna Oddsdóttir, sviðsstjóri rekstrarsviðs
4. Alexander Ragnarsson, umsjónarmaður fasteigna
5. Birgitta Rún Birgisdóttir, einkaþjálfari og geislafræðingur
6. Gígja Sigríður Guðjónsdóttir, uppeldis- og menntunarfr.
7. Eyjólfur Gíslason, deildarstjóri rekstrarsviðs
8. Eiður Ævarsson, framkvæmdastjóri
9. Guðni Ívar Guðmundsson, sölufulltrúi
10. Steinþór J. Gunnarsson Aspelund, framkvæmdastjóri
11. Anna Lydía Helgadóttir, deildar- og verkefnastjóri
12. Adam Calicki, verkfræðingur
13. Unnar Stefán Sigurðsson, aðstoðarskólastjóri og knattspyrnuþjálfari
14. Páll Orri Pálsson, lögfræðinemi og stjórnarmaður hjá Kölku
15. Sigrún Inga Ævarsdóttir, deildarstjóri
16. Guðmundur Rúnar Júlíusson, formaður nemendafélags FS
17. Þórunn Friðriksdóttir, fyrrverandi skrifstofustjóri
18. Birta Rún Benediktsdóttir, sálfræðinemi
19. Hjördís Baldursdóttir, íþróttastjóri hjá Keflavík
20. Tanja Veselinovic, lyfsöluleyfishafi og lyfjafræðingur
21. Margrét Sæmundsdóttir, skrifstofustjóri
22. Baldur Guðmundsson, bæjarfulltrúi