Framboðslisti Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ samþykktur
Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ hafa lagt fram og samþykkt framboðslista sjálfstæðismanna fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Það var fullt út úr dyrum í sjálfstæðishúsinu í Njarðvík en fulltrúaráð sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ boðaði til fundar, þar sem borin var upp tillaga kjörnefndar að framboðslista fyrir bæjarstjórnarkosningarnar í vor.
Tillaga kjörnefndar var samþykkt samhljóða með lófataki en sjálfstæðismenn hafa nýlokið við prófkjör, þar sem þátttaka var mjög góð.
Árni Sigfússon, sem fékk yfirburðakosningu í prófkjörinu til að halda áfram að leiða lista sjálfstæðismanna, fagnaði nýjum og sterkum framboðslista um leið og hann þakkaði fráfarandi bæjarfulltrúum fyrir gott samstarf á liðnum árum. „Mikilvægt væri að það fólk sem gæfi kost á sér fyrir bæjarfélagið sitt hefði vilja til að ná árangri og hvort sem menn væru í meirihluta eða minnihluta, ættu allir að vera samstíga um að koma okkur yfir endamarkið í þeim atvinnuverkefnum sem við höfum unnið að undanfarin ár,“ segir í tilkynningu frá fulltrúaráði Sjálfstæðisfélaganna í Reykjanesbæ.
Framboðslisti Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ er eftirfarandi:
Árni Sigfússon, bæjarstjóri
Gunnar Þórarinsson, viðskiptafræðingur
Böðvar Jónsson, framkvæmdastjóri og bæjarfulltrúi
Magnea Guðmundsdóttir, kynningarstjóri
Einar Magnússon, skipstjóri og útgerðarmaður
Baldur Guðmundsson, markaðsstjóri
Björk Þorsteinsdóttir, skrifstofumaður
Ingigerður Sæmundsdóttir, grunnskólakennari
Jóhann Snorri Sigurbergsson, viðskiptafræðingur
Ragnheiður Sif Gunnarsdóttir, forstöðumaður
Gunnar Ellert Geirsson, verkfræðingur
Rúnar V. Arnarsson, bankamaður
Björg Hafsteinsdóttir, sjúkraþjálfari
Björgvin Árnason, skrifstofumaður
Ellen Agata Jónsdóttir, listnám í hönnun
Þorbjörg Garðarsdóttir, framhaldsskólakennari
Dröfn Rafnsdóttir, kennsluráðgjafi
Guðbjörg Sigurðardóttir, hjúkrunarfræðingur
Erlingur Bjarnason, vaktstjóri
Konráð A. Lúðvíksson, yfirlæknir
Þorseinn Erlingsson, bæjarfulltrúi
Björk Guðjónsdóttir, forseti bæjarstjórnar