Framboðslisti Samfylkingarinnar og óháðra í Reykjanesbæ samþykktur
Framboðslisti Samfylkingarinnar og óháðra í Reykjanesbæ fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar var samþykktur með lófataki á félagsfundi 7. mars. Þetta kemur fram í tilkynningu.
Framboðslistinn er skipaður öflugu fólki í hverju sæti. Friðjón Einarsson, formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar leiðir listann, Guðný Birna Guðmundsdóttir bæjarfulltrúi og hjúkrunarstjóri skipar annað sæti, Sverrir Bergmann Magnússon, söngvari og stærðfræðikennari, þriðja sætið og Sigurrós Antonsdóttir, hársnyrtimeistari og háskólanemi, það fjórða.
S-listi Samfylkingarinnar og óháðra í Reykjanesbæ 2022
1. Friðjón Einarsson, bæjarfulltrúi og ráðgjafi
2. Guðný Birna Guðmundsdóttir, bæjarfulltrúi og hjúkrunarstjóri
3. Sverrir Bergmann Magnússon, söngvari og stærðfræðikennari
4. Sigurrós Antonsdóttir, hársnyrtimeistari og háskólanemi
5. Hjörtur Magnús Guðbjartsson, kerfisstjóri
6. Aðalheiður Hilmarsdóttir, viðskiptafræðingur
7. Sigurjón Gauti Friðriksson, meistaranemi í lögfræði
8. Jóhanna Björk Sigurbjörnsdóttir, verkefnastjóri og fótaaðgerðafræðingur
9. Sindri Kristinn Ólafsson, íþróttafræðingur og knattspyrnumaður
10. Eydís Hentze Pétursdóttir, ráðgjafi
11. Styrmir Gauti Fjeldsted, bæjarfulltrúi og B.Sc í rekstrarverkfræði
12. Marta Sigurðardóttir, viðskiptastjóri
13. Magnús Einþór Áskelsson, þroskaþjálfi
14. Írís Ósk Ólafsdóttir, stafrænn lausnastjóri
15. Jón Helgason, öryggisvörður
16. Elfa Hrund Guttormsdóttir, teymisstjóri Geðheilsuteymis HSS
17. Borgar Lúðvík Jónsson, skipasmiður
18. Katrín Freyja Ólafsdóttir, nemi í Fjölbrautaskóla Suðurnesja
19. Svava Ósk Svansdóttir, nemi í Fjölbrautaskóla Suðurnesja
20. Sveindís Valdimarsdóttir, verkefnastjóri og kennari
21. Guðjón Ólafsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri
22. Jón Ólafur Jónsson, fyrrverandi bankamaður