Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Framboðsfundur Samfylkingar á Ránni í kvöld
Fimmtudagur 5. mars 2009 kl. 10:10

Framboðsfundur Samfylkingar á Ránni í kvöld

Frambjóðendur í opnu netprófkjöri Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi eru á ferð um Suðurunes í dag enda mikið fjör og baráttan að ná hámarki, kosning hafinn á samfylking.is. Frambjóðendurnir funda í Verkalýsðhúsinu kl. 17 í Grindavík og verða síðan með síðasta sameiginlega kynningarfundinn í kvöld, fimmtudag 5. mars, á Ránni.
Fundarstjóri á fundinum er Friðjón Einarsson og hefst hann kl. 20 og eru allir velkomnir, segir í tilkynningu frá Samfylkingunni í Suðurkjördæmi.


Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024