Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Frambjóðendur reyna að vekja athygli á sér í auglýsingabanni
Fimmtudagur 5. mars 2009 kl. 16:00

Frambjóðendur reyna að vekja athygli á sér í auglýsingabanni

Frambjóðendurnir Árni Rúnar Þorvaldsson, Anna Margrét Guðjónsdóttir, Guðrún Erlingsdóttir og Hjörtur Guðbjartsson heimsóttu höfuðstöðvar Víkurfrétta í dag en nú stendur yfir prófkjör Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi. Frambjóðendur leita allra leiða í dag til að kynna sig, því auglýsingar eru bannaðar í prófkjöri Samfylkingarinnar.

Á sama tíma eru t.a.m. Víkurfréttir lokaðar fyrir greinar frá frambjóðendum, þar sem blaðið byggir afkomu sína á auglýsingatekjum og ekki mögulegt að fjölga blaðsíðum til að birta framboðsgreinar nema auglýsingar komi til. Þar af leiðandi hafa Víkurfréttir sett allar framboðsgreinar inn á vefinn, vf.is.

Greinar frambjóðenda má lesa í flokknum "aðsent" hér á vf.is.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024