Fram Foods: Brunaviðvörnunarkerfi kom í veg fyrir stórtjón
Brunaboð frá öryggiskerfi gerði vart við „glóð“ í uppsafnaðri ullarló í þurrkara í húsnæði Fram Foods við Brekkustíg í Njarðvík í kvöld. Fljótlega var Slökkvilið BS komið á staðinn, en þá var nokkur reykur í gangi og í þvottaherbergi við Brekkustíg 22 í Njarðvík.
Húsið var mannlaust og engin starfsemi á þessum tíma. Ekki varð ljóst hvaðan reykurinn kom og þurftu slökkviliðsmenn að nota hitamyndavél, sem Brunavarnir Suðurnesja eiga, til að finna glóðina og útiloka aðra möguleika í stöðunni.
Þurrkarinn var aftengdur og klippt af honum rafmagnsklóin þannig að hann veldur ekki meiru tjóni í bráð.
Húsið var mannlaust og engin starfsemi á þessum tíma. Ekki varð ljóst hvaðan reykurinn kom og þurftu slökkviliðsmenn að nota hitamyndavél, sem Brunavarnir Suðurnesja eiga, til að finna glóðina og útiloka aðra möguleika í stöðunni.
Þurrkarinn var aftengdur og klippt af honum rafmagnsklóin þannig að hann veldur ekki meiru tjóni í bráð.