Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fráleitur samanburður á launum
Miðvikudagur 31. mars 2010 kl. 09:03

Fráleitur samanburður á launum

-segir Ágúst Hafberg hjá Norðuráli


„Ummæli Vilhjálms og framsetning talna er mjög villandi. Varðandi grunnlaunin verður að hafa í huga að vaktakerfi fyrirtækjanna eru gjörólíkt og samsetning launa ólík. Miðað við síðustu áramót eru byrjunarlaun starfsmanns hjá Norðuráli um 364.000 krónur sem er hærra en í öðrum álverum og stóriðjufyrirtækjum á Íslandi,“ segir Ágúst Hafberg, framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar og samskipta hjá Norðuráli, vegna ummæla Viljhálms Birgissonar, formanns Verkalýðsfélags Akraness, um launastefnu fyrirtækisins.
 
Ágúst segir að til viðbótar hafi Norðurál boðið stéttarfélögunum launahækkanir sem séu hærri en almennt sé verið að semja um á Íslandi í dag.  Þar sé bæði verið að ræða um hækkanir á grunnlaunum og ýmis önnur atriði sem séu verðmæt fyrir starfsmenn.
 
„Stéttarfélögin hafa hins vegar ekki sýnt neina tilburði til að semja við fyrirtækið og kröfur þeirra hafa ekki haggast í 6 mánuði.  Kröfur sem eru uppá um það bil 25% launahækkun sem allir sjá að gengur ekki í dag.  Samanburður þeirra á launum við aðra er líka fráleitur og mjög villandi,“ segir Ágúst Hafberg.
 
„Ummæli Vilhjálms um mannsæmandi laun og orkuverð eru hreint ótrúleg.  Norðurál greiðir starfsfólki sínu góð laun.  Orkverð til álvera á Íslandi er ekki lágt í alþjóðlegum samanburði.  Eins og áður segir eru heildarlaun starfsfólks hjá Norðuráli hærri en heildarlaun þeirra sem Vilhjálmur ber sig saman við. Vilhjálmur hefur ítrekað komið með yfirlýsingar um rekstur Norðuráls sem sýna að hann hefur enga þekkingu á rekstri eða rekstrarumhverfi fyrirtækisins.  Það er áhyggjuefni að hann skuli tjá sig með svo óábyrgum hætti því ætla mætti að maður í hans stöðu hefði kynnt sér málin betur,“ sagði Ágúst ennfremur.
 
Hann segir að um 300 manns hafi sótt um vinnu hjá Norðuráli frá síðustu áramótum. Þess utan hafi um 700 manns sótt um sumarvinnu.


Tengd frétt:
Suðurnesjamenn skoði launastefnu Norðuráls

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024