Frakki fastur í sandi
				Franskur ferðamaður óskaði í gær eftir aðstoð lögreglunnar á Suðurnesjum vegna umferðaróhapps
				
					
						
					
					
						
					
				
				
				 								
			Franskur ferðamaður óskaði í gær eftir aðstoð lögreglunnar á Suðurnesjum vegna umferðaróhapps á Suðurstrandarvegi við Selatanga.Þegar að var komið reyndist hann hafa fest bíl sinn rækilega í sandi utan vegar. Haft var samband við björgunarsveitina Þorbjörn, sem fór á vettvang og kom manninum til aðstoðar.

 
	
			

 
						 
						 
						 
						 
						 
						

 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				 
				