Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Frakkarnir farnir
Föstudagur 27. júní 2008 kl. 15:28

Frakkarnir farnir

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Frönsku Mirage herþoturnar sem hafa verið við æfingar og eftirlit á Keflavíkurflugvelli síðustu vikur fóru af landi brott í morgun.

Þoturnar fjórar höfðu vakið misjöfn viðbrögð bæjarbúa þar sem þær eru nokkuð hávaðasamar, en nú angra þeir ekki nokkurn mann í bili. Um 100 manna lið fylgdi flugsveitinni og þótti dvöl þeirra heppnast með ágætum. Kostnaður við komu þeirra var um 100 milljónir króna, sem er innan þess ramma sem settur var fyrir fram.

Á meðan dvöl þeirra stóð hér á landi flugu þær m.a. gegn rússneskum hervélum sem komu inn í lofthelgi Íslands og æfðu einnig aðflug að varavöllum.

Ekki er langt að bíða nýrra gesta, en gamlir kunningjar úr Bandaríkjaher koma hingað til lands til æfinga 1. til 20. september.

VF-mynd/pket