Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Frágangur lausra muna vegna stormviðvörunar
Fimmtudagur 8. október 2009 kl. 15:08

Frágangur lausra muna vegna stormviðvörunar

Veðurstofa Íslands hefur gefið út viðvörun vegan storms, sunnan og vestan til á landinu, í nótt og á morgun.

Af því tilefni vill Slysavarnafélagið Landsbjörg brýna fyrir fólki að gera ráðstafanir svo hægt sé að koma í veg fyrir tjón og óþægindi er vilja fylgja slíkum veðurofsa.

Þegar sterkur vindur gengur yfir skapast mesta hættan þegar lausir hlutir fjúka. Því er mikilvægt að festa þá tryggilega eða koma þeim fyrir innandyra. Þetta eru hlutir eins og garðhúsgögn, grill, hitarar, trampólín og litlir kofar. Huga þarf líka að hjólhýsum, fellihýsum, tjaldvögnum og dráttarkerrum og setja þau í skjól við ríkjandi vindátt ef kostur er.

Húsbyggjendur ættu að sýna sérstaka varkárni og ganga frá lausum munum og ferja niður það sem hægt er.

Verið viss um að gluggar og dyr séu vel lokaðar. Brotni rúða skal heimilisfólk yfirgefa herbergið, loka dyrum og birgja gluggan.

Eintaklingum er bent á að afla sér upplýsingar um færð og veður ef þeir hyggja á langferð.

Séu varúðarráðstafanir gerðar aukast líkur á að þessi haustlægð fari yfir landið án þess að skapa teljandi vandkvæði.

Ef óskað er eftir aðstoð björgunarsveita skal hringja í síma Neyðarlínunnar 1 1 2.

Björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar verða í viðbragðsstöðu um land allt meðan veðrið gengur yfir. Hafa þær yfir að ráða sérstökum “óveðursbúnaði” sem nýtist í slíkum aðstæðum. Þurfi fólk á aðstoð þeirra að halda má hringja í Neyðarlínuna – 112 eftir hjálp.


Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024