Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fræsing og malbikun í Reykjanesbæ og vegum lokað
Föstudagur 29. júní 2018 kl. 10:35

Fræsing og malbikun í Reykjanesbæ og vegum lokað

Föstudaginn 29. júní verður unnið að fræsingu malbiks og malbikun á vegakafla á Hafnargötu og Njarðarbraut. Um er að ræða kaflann frá hringtorgi á mótum  Hafnargötu, Víkurbrautar og Faxabrautar og til og með hringtorgi á mótum Hafnargötu, Þjóðbrautar og Njarðarbrautar.
 
Á Njarðarbraut er það kaflinn frá hringtorginu á mótum Hafnargötu og Þjóðbrautar að Hafnarbraut á móts við Nesvelli.  
 
Vegaköflunum verður lokað og hjáleiðir merktar. Viðeigandi merkingar verða settar upp meðan á framkvæmd stendur. Búast má við lítilsháttar umferðartöfum. 
 
Áætlað er að framkvæmdir á þessum tveimur vegaköflum standi yfir á tímabilinu 8:00 til 17:00.
 
Vegfarendur eru beðnir um að virða merkingar og hraðatakmarkanir og sýna aðgát við vinnusvæðin. Vinnusvæðin eru þröng og menn og tæki eru við vinnu mjög nálægt akstursbrautum.
 
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024