Fræðslufundur í kvöld um mikilvægi hreyfingar
Félag nýrnasjúkra, Parkinsonsamtökin á Íslandi og Samtök sykursjúkra halda sameiginlegan fræðslufund um mikilvægi hreyfingar og þjálfunar fyrir langveika í kvöld, fimmtudaginn 29. apríl kl. 20:00. Fundurinn er öllum opinn og hvetja félögin alla félagsmenn til að mæta og taka með sér gesti. Bein útsending verður frá fundinum í Heiðarskóla í Keflavík þar sem hægt verður að fylgjast með honum á sýningartjaldi.
Fyrirlesarar eru:
Ólafur Skúli Indriðason, nýrnalæknir
Jóna Hildur Bjarnadóttir, íþróttafræðingur hjá ÍSÍ