Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

  • Fræðsluerindi um málþroska barna
  • Fræðsluerindi um málþroska barna
    Anna Hulda Einarsdóttir.
Fimmtudagur 29. janúar 2015 kl. 08:50

Fræðsluerindi um málþroska barna

í Fjölskyldusetrinu á vegum Fræðsluskrifstofu Reykjanesbæjar.

„Fræðsluskrifstofa Reykjanesbæjar í samstarfi við Fjölskyldusetur býður leikskólaforeldrum upp á fræðsluerindi um málþroska barna og framburð og mikilvægi örvunar á þessu sviði. Bryndís Guðmundsdóttir talmeinafræðingur mun fjalla um þær aðferðir sem foreldrar geta notað til þess að gefa börnum sínum forskot á málþroska og tjáningu sem síðar leggja grunn að lestrarfærni og námi barnanna okkar. Einnig mun Ingibjörg Bryndís Hilmarsdóttir leikskólafulltrúi kynna stefnur og áherslur í læsi,“ segir Anna Hulda Einarsdóttir, umsjónarmaður Fjölskylduseturs Reykjanesbæjar.

Í leikskólum Reykjanesbæjar er lögð áhersla á læsi og stærðfræði sem lið í framtíðarsýn sveitarfélagsins í menntamálum. Anna Hulda segir mikla áherslu lagða á samstarf foreldra og leikskóla. „Markmið með fræðslunni er að efla foreldra í sínu mikilvæga hlutverki og gefa þeim kost á að fá innsýn inn þær aðferðir sem leikskólinn styðst við og notar.“

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Um er að ræða þrjár dagsetningar fræðsluerindanna sem foreldrar hafa val um: 3. febrúar kl. 8:30-9:30, 4. febrúar kl. 8:30-9:30 eða 5. febrúar kl. 17:00-18:00.

 
 
Fjölskyldusetrið í Reykjanesbæ.