Bragi Guðmundsson - Báruklöpp
Bragi Guðmundsson - Báruklöpp

Fréttir

Fimmtudagur 25. febrúar 1999 kl. 17:07

FRÆÐSLA Í KEFLAVÍKURKIRJU

Bygging safnaðarheimilis Keflavíkurkirkju er nú að komast á lokastig. Ráðgert er að þar hefjist starfsemi á næsta ári. En uppbygging safnaðarstarfsins er stöðug. Á vormisseri 1999 hefur verið bryddað upp á nokkrum nýjungum: Alla miðvikudaga er fyrirbæna - og kyrrðarstund í kirkjunni kl.12.10 á eftir, kl. 12.25 er hægt að kaupa „djáknasúpu”, brauð og salat á vægu verði í safnaðarheimilinu Kirkjulundi. Á fimmtudögum er kirkjan opin kl.16-18. Kl. 17.30. er fyrirbæna -og kyrrðarstund. Fyrirbænum er hægt að koma til prestanna og djáknans alla vikuna. Annan hvern fimmtudag er fræðsla, af ýmsum toga, tengd bænastundunum. Fimmtudaginn 25. febrúar n.k. mun Elín Sigrún Jónsdóttir hdl., forstöðumaður Ráðgjafastofu um fjármál heimilanna, flytja erindi kl. 17.30. þar sem hún segir frá starfsemi stofnunarinnar og fjallar um fjármál heimilanna almennt. Fimmtudaginn 11. mars n.k. kemur Elísabet Berta Bjarnadóttir, félagsráðgjafi hjá fjölskylduþjónustu kirkjunnar, til Keflavíkur og flytur erindi, kl 20.30 í kirkjulundi, er hún nefnir „Að yfirgefa foreldrahús og verða sjálfstæð/ur”. Aðgangur að fræðslustundunum er ókeypis og öllum opinn.
Bílakjarninn frá sept. 25
Bílakjarninn frá sept. 25
Safnahelgi 2025
Safnahelgi 2025