Fræða skólabörn í Garði um Unu í Sjólyst
Gengið hefur verið frá samningi milli Hollvina Unu og Gerðaskóla í Garði um samstarf um að fræða nemendur Gerðaskóla um líf og starf Unu Guðmundsdóttur og framlag hennar til heimabyggðarinnar í Garði. Frá þessu er greint á vef Sveitarfélagsins Garðs.
Una bjó í Sjólyst í Garði lengst af ævi sinni og í dag er heimili hennar varðveitt af Hollvinasamtökum Unu.
Ágúst Ólason skólastjóri Gerðaskóla og Erna Marsibil Sveinbjarnardóttir formaður Hollvina Unu undirrituðu samninginn. Magnús Stefánsson, bæjarstjóri í Garði, segir í pistli á vef bæjarains mikilvægt að halda merkilegri sögu á lofti og uppfræða yngstu kynslóðirnar á hverjum tíma um líf og störf fyrri kynslóða.