Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Mánudagur 21. maí 2001 kl. 10:22

Frábær byrjun Keflvíkinga en slakt hjá Grindvíkingum

Keflvíkingar eru á toppi Símadeildarinnar í knattspyrnu með Blikum og Valsmönnum en þessi lið hafa öll sigrað í leikjum sínum í tveimur fyrstu umferðunum. Keflvíkingar lögðu topplið Fylkis í gærkvöldi. Keflvíkingar unnu sanngjarnan sigur á Fylkismönnum í Keflavík í gærkvöldi með tveimur mörkum gegn einu. Haukur Ingi kom Keflvíkingum yfir eftir tíu mínútna leik eftir að hafa stungið varnarmann Fylkis af. Haukur Ingi fékk boltann eftir langt spart úr vörn Keflavíkur og afgreiddi boltann framhjá markverði Fylkis. Keflvíkingar áttu mörg marktækifæri í fyrri hálfleik en Fylkismenn voru einnig a.m.k. tvívegis nálægt því að skora. Í síðari hálfleik var Haukur Ingi nokkrum sinnum á ferðinni í hættulegum færum. Eitt þeirra skapaði mark en þá skaut hann að marki sem Kjartan markvörður Fylkis varði en hélt ekki knettinum. Guðmundur Steinarsson fylgdi vel á eftir og skoraði. Sverrir Sverrisson minnkaði muninn fimm mínútum síðar fyrir Fylki þegar hann skoraði beint úr aukaspyrnu. Lengra komust Árbæingar hins vegar ekki og Keflvíkingar fögnuðu sigri. Keflvíkingar hafa lagt lið sem spáð var 2. og 3. sæti í deildinni. Þeir fara upp á Skipaskaga í þriðju umferð sem fer fram nk. sunnudag. „Þetta er mjög góð by rjun. Það er alltaf gott að fá góða byrjun. Hópurinn er samstilltur og það er gaman að vera með þessum frísku strákum sem hafa staðið sig vel. Sérstaklega er skemmtilegt að sjá til Hauks Inga“, sagði Gunnar Oddsson, fyrirliði Keflvíkinga eftir leikinn í gær.
Gengi Grindvíkinga hefur að sama skapi verið slakt. Þeir t öpuðu fyrir Keflavík í fyrstu umferð og urðu síðan að láta í lægra haldi fyrir Valsmönnum að Hlíðarenda í gærkvöldi 0:1.

Á minni myndinni má sjá Keflvíkinga fagna í leikslok. Á þeirri stærri er Guðmundur Steinarsson að skora annað mark Keflvíkinga.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024