Frá HSS til hjálparstarfa á Malaví
Hjónin Sigurður Guðmundsson landlæknir og Sigríður Snæbjörnsdóttir, framkvæmdastjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja, eru á förum til Malaví á vegum Þróunarsamvinnustofnunar Íslands.
Heilbrigðisráðherra segir verkefnið í Malaví eitt það stærsta sem Ísland hefur staðið fyrir á sviði heilbrigðismála. Ekki liggur fyrir hver tekur við starfi Sigríðar á HSS en hún hefur fengið ársleyfi til að sinna verkefninu ytra.
Heilbrigðisráðherra segir verkefnið í Malaví eitt það stærsta sem Ísland hefur staðið fyrir á sviði heilbrigðismála. Ekki liggur fyrir hver tekur við starfi Sigríðar á HSS en hún hefur fengið ársleyfi til að sinna verkefninu ytra.