Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Þriðjudagur 26. febrúar 2002 kl. 09:57

Fótbrotnaði í heimahúsi - slökkviliðsmenn á námskeiði

Strákarnir á sjúkrabílunum hafa haft í nógu að snúast í gær og í morgun. Nokkuð hefur verið um útköll vegna slysa og veikinda.Í morgun sótti sjúkrabíll konu sem fótbrotnaði heima hjá sér. Ekki er vitað hvernig slysið átti sér stað.
Þó svo sjúkraflutningsmenn hafi nóg að gera í vinnunni þá gefa þeir sér einnig tíma til að mennta sig meira. Nú eru sjö menn frá Brunavörnum Suðurnesja á þriggja daga námskeiði í Reykjavík þar sem m.a. er fjallað um yfirtendrun í bruna.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024