Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Mánudagur 26. apríl 2004 kl. 10:43

Fótbrotnaði á torfæruhjóli

Ökumaður torfæruhjóls fótbrotnaði á fimmtudag þegar hann missti stjórn á hjóli sínu við Stapaveg. Í dagbók lögreglunnar í Keflavík segir að maðurinn hafi tæplega átt erindi á slíku farartæki um Stapaveginn enda séu takmarkanir um akstur slíkra ökutækja mjög strangar samkvæmt umferðarlögum. Torfæruhjólum megi aðeins aka á lokuðum og viðurkenndum svæðum.
„Ekkert slíkt svæði er á Reykjanesskaganum en verið er að byggja upp slíkt svæði á svæðinu sam kallað er Broadstreet og verður hugsanlega gefið leyfi fyrir „torfæruhjóla-starfsemi“ þar í sumar“, segir í dagbók lögreglunnar í Keflavík.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024