Fimmtudagur 27. október 2005 kl. 19:15
Fótbrotnaði á Svíragarði í Grindavík
Í morgun fótbrotnaði maður á sjötugsaldri á Svíragarði í Grindavíkurhöfn en maðurinn var að vinna við endurbætur hafnargarðsins. Mun hann hafa misstigið sig.
Hann var fluttur á sjúkrahús þar sem gert var að brotinu.