Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Fimmtudagur 21. október 1999 kl. 23:48

FORVARNIR OFARLEGA Á BAUGI

Sveitarstjórnarmenn á Suðurnesjum leggja áherslu á að halda áfram og auka samstarf á sviði forvarna. Þetta kom fram í ályktun sem lögð var fram á aðalfundi SSS um síðustu helgi. Annars vegar fór fundurinn fram á að fá fjárveitingu fyrir 100% stöðugildi fíkniefnalögreglumanns við Sýslumannsembættið í Keflavík og hins vegar fyrir 50% stöðugildi tollvarðar hjá Tollgæslunni á Keflavíkurflugvelli. Vonandi eiga sveitarstjórnarmenn á Suðurnesjum eftir að fylgja þessu máli eftir. Hingað til hafa sumir stjórnmálamenn verið iðnir við að ræða um fíkniefnavandann, en á sama tíma er verið að skera niður fjármagn til löggæslu. Hvernig getur þetta tvennt farið saman?
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024