Forvarnaverkefnið Lundur fær góðar gjafir frá GGE
Geysir Green Energy gefur fovarnarverkefninu Lundi, tvær tölvur. Erlingur Jónsson, framkvæmdastjóri verkefnisins, veitti gjöfinni viðtöku við höfuðstöðvar Geysis Green Energy í Reykjanesbæ. Það var Ásgeir Margeirsson, forstjóri GGE sem afhenti gjöfina fyrir hönd fyrirtækisins.
Mynd: Ásgeir Margeirsson, forstjóri GGE, afhenti Erlingi Jónssyni, framkvæmdatjóri Lundar gjöfina.